Besta upphitunin: Íslandsmeisturum boðið í spjall Siggeir Ævarsson skrifar 29. september 2023 18:06 Góðir gestir í setti Skjáskot Úrslitin eru ráðin í Bestu deild kvenna þetta árið en þó eru enn tvær umferðir eftir í efri hlutanum. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir umferð morgundagsins í Bestu upphituninni og fékk til sín góða gesti að vanda. Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf