Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2023 07:15 Matt Gaetz segir Bandaríkjamenn þegar hafa veitt of miklum fjármunum til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira