Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. október 2023 09:01 Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun