Klingjandi málmur og hvellandi bjalla Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2023 10:31 Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun