Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar Willum Þór Þórsson skrifar 2. október 2023 13:00 Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar