Aftur vekur Butler athygli fyrir útlit sitt á fjölmiðladegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 23:00 Jimmy Butler heldur áfram að koma á óvart. Sam Navarro/Getty Images Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að hárgreiðslum og útliti á fjölmiðladegi NBA-deildarinnar. Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira