Aftur vekur Butler athygli fyrir útlit sitt á fjölmiðladegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 23:00 Jimmy Butler heldur áfram að koma á óvart. Sam Navarro/Getty Images Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að hárgreiðslum og útliti á fjölmiðladegi NBA-deildarinnar. Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira