Samfélagsbankar: Mótvægið sem okkur vantar í bankamálum Guðmundur D. Haraldsson skrifar 4. október 2023 12:30 Á undanförnum árum hefur verið gerð endurnýjuð tilraun til að einkavæða stærstu banka landsins – tilraun sem átti ekki að geta misheppnast. Reynslan nú, þegar Íslandsbanki hefur að miklu leyti verið einkavæddur, er blendin, enda hefur komið í ljós að lög og reglur voru brotin við einkavæðinguna en einnig er orðið ljóst að einkavæðing banka þýðir hærri þjónustugjöld, ofsahagnað þeirra og drjúgar arðgreiðslur til hluthafa þeirra á meðan þjónusta til notenda er skert. Og þó er enn stefnt á að ljúka einkavæðingu Íslandsbanka og vilji er til að einkavæða Landsbankann hjá hluta ríkisstjórnarflokkanna. Allt rímar þetta við fyrri tilraun til einkavæðingar sem fór fram fyrir tveimur áratugum og var mjög umdeild á sínum tíma – síðar kom í ljós að einkavæðingin var á skjön við landslög. Ofahagnaður, arðgreiðslur og hækkuð þjónustugjöld fylgdu einkavæðingunni, allt þar til síga fór á ógæfuhliðina og loks, haustið 2008, að þessi tilraun endaði með hruni allra þriggja stóru bankanna sem kom af stað fjármálakrísu á Íslandi. Miklu þensluskeiði, drifnu áfram af bönkunum og fjármálaöflum, lauk með hvelli. Bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum með miklu brambolti. Vonandi – og líklega – mun ekki fara nú eins og gerði haustið 2008. En sporin hræða, enda um margt endurtekning fyrri atburðarásar sem nú á sér stað. Þessi endurtekning kemur til vegna þess að sama forskrift er notuð við einkavæðinguna nú sem þá: Bönkum, einkavæddum sem og þeim sem bíða einkavæðingar, er ætla að hámarka hagnað, greiða arð, greiða bónusa til stjórnenda og standa sig vel á hlutabréfamarkaði (séu þeir skráðir). Annað skiptir ekki eða minna máli, s.s. gæði þjónustunnar eða lágmörkun áhættu. Sú staðreynd að stefnan sé beinlínis sú að allir stærstu bankar landsins verði reknir eftir þessari sömu forskrift mun leiða til þess að bankaþjónusta verður dýrari fyrir samfélagið. Einnig mun áhætta samfélagsins af falli þeirra verða meiri, enda mun samfélagið – í gegnum ríkissjóð – taka á sig skuldbindingar bankanna lendi þeir í vandræðum. Höfum í huga að það var ekki bara skorturinn á reglum og eftirliti sem leiddi til hrunsins árið 2008 – það voru einnig hvatarnir í rekstri bankanna. Fari fram sem horfir mun skorta mótvægi á bankamarkaðnum til að breyta þessu. Það er enn hægt að staldra við og hugsa bankamálin upp á nýtt. Við getum tekið ákvörðun sem samfélag til að reyna aðra forskrift þegar kemur að eina bankanum sem ríkið á til fulls, Landsbankanum. Við getum vel breytt honum ísamfélagsbanka – tegund banka sem er af allt öðru tagi og er rekinn öðruvísi en hinir einkavæddu bankar. Það er mótvægið sem við þurfum. Hvað er samfélagsbanki? Samfélagsbanki er ekki nýtt hugtak í íslenskri samfélagsumræðu en hugtakið hefur þó verið nokkuð á reiki, einkum undanfarið. Almennt er þó sá skilningur á að samfélagsbankar séu reknir í þágu notenda bankanna fremur en hluthafa – þeir greiði því ekki arð. Af þessu leiðir að samfélagsbankar stilla hagnaði í hóf og nýta hagnað til að bæta bankann og styrkja. Þeir leitast við að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst þjónustugjöld og fyrir sem lægstu vaxtaþóknun. Þeir stilla áhættu í hóf. Þetta er kjarninn í samfélagsbönkum. Að öðru leyti eru samfélagsbankar eins og aðrir bankar: Þeir keppa á markaði og veita sömu þjónustu og aðrir bankar og greiða samkeppnishæf laun. Þessi litli munur – á hámörkun hagnaðar og áhættusækni – gerir gæfumuninn á milli einkavæddra banka og samfélagsbanka. Þessi munur gerir samfélagsbanka að fjármálastofnun sem leitast við að efla hag samfélagsins fremur en fjarstaddra hluthafa. Í fjármálakrísunni 2008–2010 voru erlendir samfélagsbankar ólíklegri en hagnaðardrifnir bankar til að lenda í vandræðum. Fjölmargir samfélagsbankar eru til í heiminum. Í Þýskalandi er þannig rekið net banka sem eru nefndir Sparkasse og teljast vera um 40% af bankakerfi landsins. Í Bretlandi er rekinn öflugur samfélagsbanki, Nationwide að nafni. Þessir bankar veita öðrum bönkum samkeppni í verði og gæðum. Við eigum val Við stöndum á krossgötum. Einkavæðing banka hefur enn og aftur sýnt sig að vera varasöm og að hún leiði ekki til þeirrar niðurstöðu sem sóst er eftir. Blessunarlega eigum við þó val: Annar valkosturinn er að halda áfram einkavæðingunni, sem mun leiða til einsleits bankakerfis og lakari niðurstöðu fyrir samfélagið. En hinn er að hörfa alfarið frá einkavæðingu Landsbankans og láta staðar numið með einkavæðingu Íslandsbanka. Við getum þá umbreytt Landsbankanum í samfélagsbanka og látið hann vera mótvægi við hina tvo – hann myndi veita þeim viðnám með samkeppni í verði og gæðum, sem myndi fá hina til að lækka verðið og gera betur. Áhætta samfélagsins af bönkunum myndi minnka. Með þessari leið virkjum við markaðsöflin í þágu notenda bankanna og samfélagsins alls. Við eigum val. Spurningin er: Erum við reiðubúin til að velja samfélagsbanka? Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið gerð endurnýjuð tilraun til að einkavæða stærstu banka landsins – tilraun sem átti ekki að geta misheppnast. Reynslan nú, þegar Íslandsbanki hefur að miklu leyti verið einkavæddur, er blendin, enda hefur komið í ljós að lög og reglur voru brotin við einkavæðinguna en einnig er orðið ljóst að einkavæðing banka þýðir hærri þjónustugjöld, ofsahagnað þeirra og drjúgar arðgreiðslur til hluthafa þeirra á meðan þjónusta til notenda er skert. Og þó er enn stefnt á að ljúka einkavæðingu Íslandsbanka og vilji er til að einkavæða Landsbankann hjá hluta ríkisstjórnarflokkanna. Allt rímar þetta við fyrri tilraun til einkavæðingar sem fór fram fyrir tveimur áratugum og var mjög umdeild á sínum tíma – síðar kom í ljós að einkavæðingin var á skjön við landslög. Ofahagnaður, arðgreiðslur og hækkuð þjónustugjöld fylgdu einkavæðingunni, allt þar til síga fór á ógæfuhliðina og loks, haustið 2008, að þessi tilraun endaði með hruni allra þriggja stóru bankanna sem kom af stað fjármálakrísu á Íslandi. Miklu þensluskeiði, drifnu áfram af bönkunum og fjármálaöflum, lauk með hvelli. Bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum með miklu brambolti. Vonandi – og líklega – mun ekki fara nú eins og gerði haustið 2008. En sporin hræða, enda um margt endurtekning fyrri atburðarásar sem nú á sér stað. Þessi endurtekning kemur til vegna þess að sama forskrift er notuð við einkavæðinguna nú sem þá: Bönkum, einkavæddum sem og þeim sem bíða einkavæðingar, er ætla að hámarka hagnað, greiða arð, greiða bónusa til stjórnenda og standa sig vel á hlutabréfamarkaði (séu þeir skráðir). Annað skiptir ekki eða minna máli, s.s. gæði þjónustunnar eða lágmörkun áhættu. Sú staðreynd að stefnan sé beinlínis sú að allir stærstu bankar landsins verði reknir eftir þessari sömu forskrift mun leiða til þess að bankaþjónusta verður dýrari fyrir samfélagið. Einnig mun áhætta samfélagsins af falli þeirra verða meiri, enda mun samfélagið – í gegnum ríkissjóð – taka á sig skuldbindingar bankanna lendi þeir í vandræðum. Höfum í huga að það var ekki bara skorturinn á reglum og eftirliti sem leiddi til hrunsins árið 2008 – það voru einnig hvatarnir í rekstri bankanna. Fari fram sem horfir mun skorta mótvægi á bankamarkaðnum til að breyta þessu. Það er enn hægt að staldra við og hugsa bankamálin upp á nýtt. Við getum tekið ákvörðun sem samfélag til að reyna aðra forskrift þegar kemur að eina bankanum sem ríkið á til fulls, Landsbankanum. Við getum vel breytt honum ísamfélagsbanka – tegund banka sem er af allt öðru tagi og er rekinn öðruvísi en hinir einkavæddu bankar. Það er mótvægið sem við þurfum. Hvað er samfélagsbanki? Samfélagsbanki er ekki nýtt hugtak í íslenskri samfélagsumræðu en hugtakið hefur þó verið nokkuð á reiki, einkum undanfarið. Almennt er þó sá skilningur á að samfélagsbankar séu reknir í þágu notenda bankanna fremur en hluthafa – þeir greiði því ekki arð. Af þessu leiðir að samfélagsbankar stilla hagnaði í hóf og nýta hagnað til að bæta bankann og styrkja. Þeir leitast við að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst þjónustugjöld og fyrir sem lægstu vaxtaþóknun. Þeir stilla áhættu í hóf. Þetta er kjarninn í samfélagsbönkum. Að öðru leyti eru samfélagsbankar eins og aðrir bankar: Þeir keppa á markaði og veita sömu þjónustu og aðrir bankar og greiða samkeppnishæf laun. Þessi litli munur – á hámörkun hagnaðar og áhættusækni – gerir gæfumuninn á milli einkavæddra banka og samfélagsbanka. Þessi munur gerir samfélagsbanka að fjármálastofnun sem leitast við að efla hag samfélagsins fremur en fjarstaddra hluthafa. Í fjármálakrísunni 2008–2010 voru erlendir samfélagsbankar ólíklegri en hagnaðardrifnir bankar til að lenda í vandræðum. Fjölmargir samfélagsbankar eru til í heiminum. Í Þýskalandi er þannig rekið net banka sem eru nefndir Sparkasse og teljast vera um 40% af bankakerfi landsins. Í Bretlandi er rekinn öflugur samfélagsbanki, Nationwide að nafni. Þessir bankar veita öðrum bönkum samkeppni í verði og gæðum. Við eigum val Við stöndum á krossgötum. Einkavæðing banka hefur enn og aftur sýnt sig að vera varasöm og að hún leiði ekki til þeirrar niðurstöðu sem sóst er eftir. Blessunarlega eigum við þó val: Annar valkosturinn er að halda áfram einkavæðingunni, sem mun leiða til einsleits bankakerfis og lakari niðurstöðu fyrir samfélagið. En hinn er að hörfa alfarið frá einkavæðingu Landsbankans og láta staðar numið með einkavæðingu Íslandsbanka. Við getum þá umbreytt Landsbankanum í samfélagsbanka og látið hann vera mótvægi við hina tvo – hann myndi veita þeim viðnám með samkeppni í verði og gæðum, sem myndi fá hina til að lækka verðið og gera betur. Áhætta samfélagsins af bönkunum myndi minnka. Með þessari leið virkjum við markaðsöflin í þágu notenda bankanna og samfélagsins alls. Við eigum val. Spurningin er: Erum við reiðubúin til að velja samfélagsbanka? Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun