Til hamingju kennarar! Jónína Hauksdóttir skrifar 5. október 2023 09:00 Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun