Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:49 Mikil gleði var í loftinu þegar skóflustungan var tekin. Eva Björk Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir. „Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór. Forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra á leið til skóflustungu.Eva Björk Fyrsta verkefnið utan Hringbrautar Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspitala að verkefnið við Grensás sé eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinni og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. „Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ segir Gunnar. Viðbyggingin verður 4.400 fermetrar að stærð. „Þörfin fyrir sérhæfða endurhæfingarþjónustu hefur aukist í takt við fjölgun íbúa. Það er öllum ljóst sem til þekkja að húsnæði Grensásdeildar, sem lítið hefur verið endurnýjað frá því deildin var opnuð fyrir 50 árum, mætir engan veginn kröfum samtímans,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. „Því er sérlega ánægjulegt að loks hilli undir að reist verði viðbygging sem mun valda straumhvörfum því hún verður sérsniðin fyrir nýtingu á nýjustu þekkingu og tækni á sviði sérhæfðs þjálfunarbúnaðar og hjálpartækja í endurhæfingarmeðferð en mikil framþróun á því sviði hefur átt sér stað á undanförnum árum. Það kostar mikla fjármuni að koma upp sérhæfðum þjálfunarbúnaði. Við á Landspítala erum því afar þakklát fyrir söfnunarátak Hollvina Grensáss og vonum að landsmenn sýni okkur stuðning.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir. „Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór. Forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra á leið til skóflustungu.Eva Björk Fyrsta verkefnið utan Hringbrautar Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspitala að verkefnið við Grensás sé eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinni og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. „Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ segir Gunnar. Viðbyggingin verður 4.400 fermetrar að stærð. „Þörfin fyrir sérhæfða endurhæfingarþjónustu hefur aukist í takt við fjölgun íbúa. Það er öllum ljóst sem til þekkja að húsnæði Grensásdeildar, sem lítið hefur verið endurnýjað frá því deildin var opnuð fyrir 50 árum, mætir engan veginn kröfum samtímans,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. „Því er sérlega ánægjulegt að loks hilli undir að reist verði viðbygging sem mun valda straumhvörfum því hún verður sérsniðin fyrir nýtingu á nýjustu þekkingu og tækni á sviði sérhæfðs þjálfunarbúnaðar og hjálpartækja í endurhæfingarmeðferð en mikil framþróun á því sviði hefur átt sér stað á undanförnum árum. Það kostar mikla fjármuni að koma upp sérhæfðum þjálfunarbúnaði. Við á Landspítala erum því afar þakklát fyrir söfnunarátak Hollvina Grensáss og vonum að landsmenn sýni okkur stuðning.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira