Þegar orkan er uppseld Gunnar Guðni Tómasson skrifar 7. október 2023 10:00 Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun