Leggja til að tveir riðlar verði spilaðir hér á landi og einnig einn milliriðli Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2023 08:02 Stiven Tobar Valencia er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu og gæti mögulega spilað á HM á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Formaður HSÍ segir að ný þjóðarhöll sé forsenda umsóknar sambandsins um að halda HM í handbolta árið 2029 eða 2031. Hann er nokkuð bjartsýnn á það að heimsmeistaramót verði aftur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira