Leggja til að tveir riðlar verði spilaðir hér á landi og einnig einn milliriðli Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2023 08:02 Stiven Tobar Valencia er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu og gæti mögulega spilað á HM á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Formaður HSÍ segir að ný þjóðarhöll sé forsenda umsóknar sambandsins um að halda HM í handbolta árið 2029 eða 2031. Hann er nokkuð bjartsýnn á það að heimsmeistaramót verði aftur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Sjá meira