Óskar Hrafn: „Mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2023 19:08 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 0-1 gegn Zorya Luhansk á Laugardalsvelli í annarri umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikarnir voru á löngum köflum sterkari aðili leiksins en komu boltanum ekki sjálfir í netið. „Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
„Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira