Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað Kári Mímisson skrifar 5. október 2023 22:31 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum verulega vonsvikinn með átta marka tap liðsins gegn FH í kvöld. Fram átti í miklum vandræðum í kvöld með sterk lið FH og fór oft illa að ráði sínu. „Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“ Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“
Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira