Sigurveig er 170 sentimetrar á hæð og grannvaxin með brúnt, stuttklippt hár. Ekki er vitað um klæðaburð hennar en líklegt þykir að hún hafi verið klædd í svarta, síða úlpu þegar hún fór að heiman um miðja nótt, aðfaranótt þriðjudags.
Síðan hefur ekkert heyrst frá henni. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, bróðir Sigurveigar, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að ræða við vini hennar og hafa samband við fjölda fólks en enginn hafi heyrt frá henni.

Fjölskylda Sigurveigar lýsti eftir henni á samfélagsmiðlum í gær en nú er búið að tilkynna lögreglu um hvarfið. Líklega verður send út formleg tilkynning síðar í dag.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigurveigar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

Á samfélagsmiðlum þakkar Þorvaldur öll velvildarorð en biður fólk vinsamlegast um að hafa ekki samband nema það sé með haldbærar upplýsingar eða ábendingar. Fjölskyldan sé umkringd góðu fólki og standi þétt saman.