A little trip to Vigur Island Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 6. október 2023 16:00 Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar