A little trip to Vigur Island Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 6. október 2023 16:00 Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun