Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Haraldur Þór Jónsson skrifar 7. október 2023 07:01 Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun