Hindranir heyrnarlausra María Jonny Jóhannsdóttir skrifar 7. október 2023 15:00 Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Táknmál Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun