„Rosalega glaður í hjartanu að vera búinn að koma mínum 85 manna hóp út úr Ísrael“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. október 2023 12:49 Fararstjóri íslenska hópsins er afar þakklátur íslenskum stjórnvöldum sem hafi brugðist hratt og vel við. Aðsend/AP Fararstjóri íslenska hópsins sem hafa verið strandaglópar í Ísrael síðustu daga, segist aldrei hafa fundið fyrir öðrum eins létti og nú þegar hópurinn er kominn út úr Ísrael. Áætlað er að hópurinn lendi á Íslandi um klukkan þrjú í nótt. Hópnum hefur verið boðin áfallahjálp. Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að senda leiguvél frá Icelandair til að sækja 120 Íslendinga sem staðsettir væru í Ísrael. Upphaflega stóð til að vélin færi frá Tel Aviv klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. „Við komum saman í gær til að fagna því og fara yfir allar leikreglur,“ segir Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri íslenska hópsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir stundu. „Svo liðu nú bara örfáir klukkutímar þangað til Hamas samtökin voru farin að hóta aðgerðum nálægt flugvellinum og hann fór á mjög mikið hættustig. Málin þróuðust þannig að flugvellinum var ekki lokað en vélin sem átti að sækja okkur fékk ekki lendingarleyfi.“ Sigurður, ásamt borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Icelandair og ísraelskum samstarfsmanni, vann að því í alla nótt að finna aðra lausn. Fyrst núna hægt að slappa af Ákveðið var að flytja hópinn að landamærum Ísraels og Jórdaníu þangað sem þau voru nýkomin rétt fyrir hádegi. „Ég stend í biðröð núna ásamt megninu af hópnum og það er bara verið að skoða passana okkar," segir Sigurður. „Svo förum við hægt og rólega inn í Jórdaníu og verðum þar í dag. Vélin sem er á leiðinni að sækja okkur lendir í Amman eftir fimm til sex tíma, og við eigum að fara í loftið 18:20 á íslenskum tíma. Við stoppum í Róm til að skipta um áhöfn og taka eldsneyti en það er lágmarksstopp, það fer enginn út úr vélinni.“ Flugnúmerið er FÍ1086 og Sigurður á von á að lenda heima um klukkan tvö eða þrjú í nótt. Hann segir gríðarlegan létti að vera kominn frá Ísrael. Það má segja að fyrst núna sé hægt að slappa af, við erum öll létt í lund og erum að fara heim. „Eini áhættuþátturinn í þessu var að fara frá Jerúsalem í morgun að landamærum Jórdaníu. Við fórum reyndar í gegnum Palestínu og meðfram Dauðahafinu, en þetta var nú bara eins og að keyra Suðurstrandarveginn á góðum degi. Það var varla bíl að sjá hérna á leiðinni og frekar lítil röð við landamærin.“ Hafa ekki heyrt einn einasta skothvell Stemningin er þrátt fyrir allt, góð innan hópsins. „Ég er svo þakklátur fólkinu mínu fyrir að sýna aðstæðum skilning. Við vorum á frábæru hóteli og það væsti ekki um neitt. Fólk tók öllu með stakri prýði og ró, var ekki að fara út af hótelinu eða stofna sér og sínum í hættu,“ segir Sigurður. En þetta hljóta að hafa verið súrrealískar aðstæður? „Heldur betur, ferðaskrifstofan ber nafn með rentu, columbus ævintyraferðir. Það er ekki hægt að fara í meiri ævintýraferð en þetta.“ Hann segir að innan hópsins sé áfallateymi, læknar, prestur og fleira. Fólki hafi verið boðið upp á þá þjónustu en enn sem komið er hafi enginn nýtt sér hana þar sem allt hafi gengið svo vel. „Við höfum ekki heyrt einn einasta skothvell, erum ekkert á þessu átakasvæði. En auðvitað er gríðarleg hætta að vera hvar sem er í þessu landi. Ég get ekki sagt annað en að ég sé rosalega glaður í hjartanu að vera búinn að koma mínum 85 manna hóp hérna út úr Ísrael. Ég hefðu ekki viljað vera stundinni lengur hér og sjaldan fundið fyrir öðrum eins létti.“ Að lokum vill Sigurður koma á framfæri sérstakra þakka til þeirra sem hafa komið hópnum til aðstoðar. „Neyðarteymið hjá Icelandair er búið að standa sig frábærlega. Ég tala ekki um ákvörðun utanríkisráðherra að senda vél eftir okkur, sem reyndar er i einhverjum lögum og reglum sem gilda þegar svona ástand skapast. En ég vil þakka ráðherra fyrir að taka þessa ákvörðun. Við erum að fara heim til íslands í boði Íslenska ríkisins og fyrir það erum við þakklát.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að senda leiguvél frá Icelandair til að sækja 120 Íslendinga sem staðsettir væru í Ísrael. Upphaflega stóð til að vélin færi frá Tel Aviv klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. „Við komum saman í gær til að fagna því og fara yfir allar leikreglur,“ segir Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri íslenska hópsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir stundu. „Svo liðu nú bara örfáir klukkutímar þangað til Hamas samtökin voru farin að hóta aðgerðum nálægt flugvellinum og hann fór á mjög mikið hættustig. Málin þróuðust þannig að flugvellinum var ekki lokað en vélin sem átti að sækja okkur fékk ekki lendingarleyfi.“ Sigurður, ásamt borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Icelandair og ísraelskum samstarfsmanni, vann að því í alla nótt að finna aðra lausn. Fyrst núna hægt að slappa af Ákveðið var að flytja hópinn að landamærum Ísraels og Jórdaníu þangað sem þau voru nýkomin rétt fyrir hádegi. „Ég stend í biðröð núna ásamt megninu af hópnum og það er bara verið að skoða passana okkar," segir Sigurður. „Svo förum við hægt og rólega inn í Jórdaníu og verðum þar í dag. Vélin sem er á leiðinni að sækja okkur lendir í Amman eftir fimm til sex tíma, og við eigum að fara í loftið 18:20 á íslenskum tíma. Við stoppum í Róm til að skipta um áhöfn og taka eldsneyti en það er lágmarksstopp, það fer enginn út úr vélinni.“ Flugnúmerið er FÍ1086 og Sigurður á von á að lenda heima um klukkan tvö eða þrjú í nótt. Hann segir gríðarlegan létti að vera kominn frá Ísrael. Það má segja að fyrst núna sé hægt að slappa af, við erum öll létt í lund og erum að fara heim. „Eini áhættuþátturinn í þessu var að fara frá Jerúsalem í morgun að landamærum Jórdaníu. Við fórum reyndar í gegnum Palestínu og meðfram Dauðahafinu, en þetta var nú bara eins og að keyra Suðurstrandarveginn á góðum degi. Það var varla bíl að sjá hérna á leiðinni og frekar lítil röð við landamærin.“ Hafa ekki heyrt einn einasta skothvell Stemningin er þrátt fyrir allt, góð innan hópsins. „Ég er svo þakklátur fólkinu mínu fyrir að sýna aðstæðum skilning. Við vorum á frábæru hóteli og það væsti ekki um neitt. Fólk tók öllu með stakri prýði og ró, var ekki að fara út af hótelinu eða stofna sér og sínum í hættu,“ segir Sigurður. En þetta hljóta að hafa verið súrrealískar aðstæður? „Heldur betur, ferðaskrifstofan ber nafn með rentu, columbus ævintyraferðir. Það er ekki hægt að fara í meiri ævintýraferð en þetta.“ Hann segir að innan hópsins sé áfallateymi, læknar, prestur og fleira. Fólki hafi verið boðið upp á þá þjónustu en enn sem komið er hafi enginn nýtt sér hana þar sem allt hafi gengið svo vel. „Við höfum ekki heyrt einn einasta skothvell, erum ekkert á þessu átakasvæði. En auðvitað er gríðarleg hætta að vera hvar sem er í þessu landi. Ég get ekki sagt annað en að ég sé rosalega glaður í hjartanu að vera búinn að koma mínum 85 manna hóp hérna út úr Ísrael. Ég hefðu ekki viljað vera stundinni lengur hér og sjaldan fundið fyrir öðrum eins létti.“ Að lokum vill Sigurður koma á framfæri sérstakra þakka til þeirra sem hafa komið hópnum til aðstoðar. „Neyðarteymið hjá Icelandair er búið að standa sig frábærlega. Ég tala ekki um ákvörðun utanríkisráðherra að senda vél eftir okkur, sem reyndar er i einhverjum lögum og reglum sem gilda þegar svona ástand skapast. En ég vil þakka ráðherra fyrir að taka þessa ákvörðun. Við erum að fara heim til íslands í boði Íslenska ríkisins og fyrir það erum við þakklát.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira