„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. október 2023 21:00 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að málið verði skoðað. Samsett mynd Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent