Landsliðskonan er á láni hjá Leverkusen frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hún hóf leikinn á miðjunni og skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu. Markið var einkar glæsilegt en Karólína Lea lét vaða með vinstri fyrir utan teig og söng boltinn í netinu.
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en Karólína Lea var tekin af velli í hálfleik. Kristin Kögel tvöfaldaði forystu Leverkusen á 62. mínútu og átta mínútum síðar fékk liðið kjörið tækifæri til að gera út um leikinn.
Gestirnir fengu þá vítaspyrnu en spyrna Nikola Karczewska fór forgörðum og staðan enn 0-2. Það nýtti heimaliðið sér en Hoffenheim skoraði tvívegis á fjögurra mínútna kafla og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Punktgewinn bei den @HoffeFrauen
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) October 9, 2023
Nach der Führung unserer #Bayer04Frauen dank der Treffer von Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (34.) und Kristin Kögel (62.) gleicht die TSG leider noch aus. Trotzdem ein starker Auftritt unserer Mädels! #Bayer04 2:2 | #TSGB04 | #DieLiga pic.twitter.com/zU47RpLu4U
Leverkusen er með fjögur stig að loknum þremur leikjum en Hoffenheim hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en kom að leik kvöldsins.