„Bjarni maður að meiri“ Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ljóst að tíðindi dagsins veiki þegar veikburða ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. „Í ljósi alls þá finnst mér þetta vera rétt ákvörðun og ég verð að segja að mér finnst Bjarni maður að meiri. Það sem hann gerir nú við nokkuð eindregnu áliti umboðsmanns Alþingis er að hann dregur fram að það er mikilvægt að passa upp á ákveðin grundvallarprinsipp og líka það að hlusta á álit umboðsmanns Alþingis. Mér fannst þetta rétt ákvörðun og virði það sérstaklega hvernig hann gerir þetta,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni hugsar hlutina vel og ígrundað Þorgerður Katrín segir gagnrýni umboðsmanns Alþingis vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekki koma á óvart. „Þetta er nokkuð sem við í Viðreisn höfum gagnrýnt alveg frá upphafi og við erum einfaldlega sömu skoðunar og umboðsmaður Alþingis.“ Kom þetta þér á óvart? „Álit umboðsmanns kom mér ekki á óvart en þegar álitið er svona eindregið þá ætla ég ekki að segja að það hafi komið mér á óvart að Bjarni hafi axlað ábyrgð með þessum hætti. Bjarni hugsar oft hlutina vel og ígrundað. Ég met það mikils að hann virði þetta álit. Hann setur ákveðinn tón sem er mikilvægur fyrir samfélagið og mikilvægur fyrir pólitíkina.“ Veikir veikburða ríkisstjórn Aðspurð um hvaða áhrif Þorgerður Katrín telji að þetta hafi á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún ljóst að þetta veiki þegar veikburða ríkisstjórn. „Það er alveg augljóst að þegar formaður stærsta flokksins í ríkisstjórn er að færa sig úr mikilvægu ráðherraembætti eins og fjármálaráðuneytið er þá veikir það ríkisstjórnina eðlilega og var nú nóg fyrir. En þetta er nú einkennandi fyrir allar þessar uppákomur innan ríkistjórnar. Þessi innanbúðarátök eru að veikja samfélagið á endanum. Það er ekki verið að taka stórar ákvarðanir með hag heimilanna og fyrirtækjanna að leiðarljósi heldur verið að setja kraftana í eitthvað allt annað við ríkisstjórnarborðið,“ segir Þorgerður Katrín. Vilt þú að þetta hafi frekari pólitískar afleiðingar? Verður þetta tekið eitthvað frekar upp? „Álitið kom ekki á óvart. Við bentum á þetta strax með hæfið og stjórnsýslureglurnar í upphafi. Hitt er að ég sagði nú síðast í þinginu í gær í sérstakri umræðu um sölu ríkiseigna að Viðreisn vill eindregið halda áfram meðal annars sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. En það er alveg ljóst að það mál er í sjálfheldu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með forræði á sölunni. Þess vegna lagði ég til að forræði sölunnar yrði fært yfir til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra til að við getum haldið áfram með þetta mikilvæga mál til að greiða niður skuldir, minnka vaxtagjöld og byggja upp innviði.“ Þannig að þér myndi ekki hugnast að annar úr röðum Sjálfstæðisflokksins kæmi í fjármálaráðuneytið og myndi halda áfram með söluna? „Ég held að það sé alveg fullreynt. Við eigum einfaldlega að hvíla Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að sölu ríkiseigna og fela öðrum það. Við verðum að halda áfram með verkefnið. Það er mjög mikilvægt fyrir bæði efnahagslegan stöðugleika, stöðu ríkissjóðs. En ég tel að allavega tímabundið forræði eigi að fara til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra,“ segir Þorgerður Katrín. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
„Í ljósi alls þá finnst mér þetta vera rétt ákvörðun og ég verð að segja að mér finnst Bjarni maður að meiri. Það sem hann gerir nú við nokkuð eindregnu áliti umboðsmanns Alþingis er að hann dregur fram að það er mikilvægt að passa upp á ákveðin grundvallarprinsipp og líka það að hlusta á álit umboðsmanns Alþingis. Mér fannst þetta rétt ákvörðun og virði það sérstaklega hvernig hann gerir þetta,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni hugsar hlutina vel og ígrundað Þorgerður Katrín segir gagnrýni umboðsmanns Alþingis vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekki koma á óvart. „Þetta er nokkuð sem við í Viðreisn höfum gagnrýnt alveg frá upphafi og við erum einfaldlega sömu skoðunar og umboðsmaður Alþingis.“ Kom þetta þér á óvart? „Álit umboðsmanns kom mér ekki á óvart en þegar álitið er svona eindregið þá ætla ég ekki að segja að það hafi komið mér á óvart að Bjarni hafi axlað ábyrgð með þessum hætti. Bjarni hugsar oft hlutina vel og ígrundað. Ég met það mikils að hann virði þetta álit. Hann setur ákveðinn tón sem er mikilvægur fyrir samfélagið og mikilvægur fyrir pólitíkina.“ Veikir veikburða ríkisstjórn Aðspurð um hvaða áhrif Þorgerður Katrín telji að þetta hafi á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún ljóst að þetta veiki þegar veikburða ríkisstjórn. „Það er alveg augljóst að þegar formaður stærsta flokksins í ríkisstjórn er að færa sig úr mikilvægu ráðherraembætti eins og fjármálaráðuneytið er þá veikir það ríkisstjórnina eðlilega og var nú nóg fyrir. En þetta er nú einkennandi fyrir allar þessar uppákomur innan ríkistjórnar. Þessi innanbúðarátök eru að veikja samfélagið á endanum. Það er ekki verið að taka stórar ákvarðanir með hag heimilanna og fyrirtækjanna að leiðarljósi heldur verið að setja kraftana í eitthvað allt annað við ríkisstjórnarborðið,“ segir Þorgerður Katrín. Vilt þú að þetta hafi frekari pólitískar afleiðingar? Verður þetta tekið eitthvað frekar upp? „Álitið kom ekki á óvart. Við bentum á þetta strax með hæfið og stjórnsýslureglurnar í upphafi. Hitt er að ég sagði nú síðast í þinginu í gær í sérstakri umræðu um sölu ríkiseigna að Viðreisn vill eindregið halda áfram meðal annars sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. En það er alveg ljóst að það mál er í sjálfheldu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með forræði á sölunni. Þess vegna lagði ég til að forræði sölunnar yrði fært yfir til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra til að við getum haldið áfram með þetta mikilvæga mál til að greiða niður skuldir, minnka vaxtagjöld og byggja upp innviði.“ Þannig að þér myndi ekki hugnast að annar úr röðum Sjálfstæðisflokksins kæmi í fjármálaráðuneytið og myndi halda áfram með söluna? „Ég held að það sé alveg fullreynt. Við eigum einfaldlega að hvíla Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að sölu ríkiseigna og fela öðrum það. Við verðum að halda áfram með verkefnið. Það er mjög mikilvægt fyrir bæði efnahagslegan stöðugleika, stöðu ríkissjóðs. En ég tel að allavega tímabundið forræði eigi að fara til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra,“ segir Þorgerður Katrín.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47