„Þetta er rétt ákvörðun“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:42 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira