„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 07:04 Bjarni Benediktsson segist ekki útiloka neitt þegar kemur að framtíðinni. Vísir/Vilhelm „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira