Fleira en fótbolti liggi að baki fyrirhuguðum kaupum Sáda Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 12:01 Sádískur fjárfestingahópur vill kaupa Marseille og ráða Zinedine Zidane sem þjálfara liðsins. Getty Sádískur fjárfestingahópur með tengsl við opinberan fjárfestingarsjóð landsins skoðar að kaupa tvö evrópsk fótboltalið, Marseille og Valencia. Hafnir borganna tveggja séu ekki minna mikilvægar en tækifærin tengd fótboltafélögunum sjálfum. Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur. Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur.
Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira