Íslendingur lúbarði lögreglumenn í Póllandi Árni Sæberg skrifar 11. október 2023 11:42 Íslendingurinn hafði í fullu tré við lögregluþjónana. Skjáskot/RMF Íslenskur karlmaður er sagður hafa lumbrað á lögreglumönnum á lögreglustöð í Varsjá í Póllandi á dögunum. Hann var vistaður í fangaklefa fyrir skemmdarverk í borginni. Upptöku úr öryggismyndavél í kjallara lögreglustöðvar í Varsjá var lekið í síðustu viku. Á henni sést maður lumbra á tveimur lögreglumönnum. Maðurinn virðist hafa í fullu tré, og vel það, við tvo lögreglumenn heillengi en þeir hafi svo fengið liðsauka og yfirbugað hann. Myndskeiðið, sem fengið er af vef pólsku útvarpsstöðvarinnar RMF, má sjá í spilaranum hér að neðan: Í frétt RMF segir að maðurinn sé Íslendingur, sem hafi verið handtekinn vegna skemmdarverka. Hann hafi skemmt lúxusbifreið af gerðinni Bentley, með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi hennar er sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Sýni fram á þörf á frekari þjálfun RMF hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Varsjá að lögreglumennirnir hafi verið fastir í rútínu sinni og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýni fram á að þjálfun lögregluþjónanna sé ábótavant. Upptakan verði notuð til frekari þjálfunar lögregluþjóna. Loks segir að Íslendingurinn hafi verið kærður fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Upptöku úr öryggismyndavél í kjallara lögreglustöðvar í Varsjá var lekið í síðustu viku. Á henni sést maður lumbra á tveimur lögreglumönnum. Maðurinn virðist hafa í fullu tré, og vel það, við tvo lögreglumenn heillengi en þeir hafi svo fengið liðsauka og yfirbugað hann. Myndskeiðið, sem fengið er af vef pólsku útvarpsstöðvarinnar RMF, má sjá í spilaranum hér að neðan: Í frétt RMF segir að maðurinn sé Íslendingur, sem hafi verið handtekinn vegna skemmdarverka. Hann hafi skemmt lúxusbifreið af gerðinni Bentley, með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi hennar er sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Sýni fram á þörf á frekari þjálfun RMF hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Varsjá að lögreglumennirnir hafi verið fastir í rútínu sinni og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýni fram á að þjálfun lögregluþjónanna sé ábótavant. Upptakan verði notuð til frekari þjálfunar lögregluþjóna. Loks segir að Íslendingurinn hafi verið kærður fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira