Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 07:26 Sigríður segir algjöra málefnaþurrð hjá VG. Vísir/Arnar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira