Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2023 11:39 Nýja brúin yfir Þorskafjörð verður vígð 25. október næstkomandi, átta mánuðum á undan áætlun. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. „Það verður vígsla 25. október,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit, í samtali við fréttastofu og segir áformað að innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson opni brúna þann dag. „Það er núna verið að setja niður vegrið. Það er þó óvíst hvort það náist að mála allar línur á veginn fyrir opnun,“ segir Sigurþór. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Aðalverktakinn Suðurverk hóf verkið vorið 2021, með verksamning sem lægstbjóðandi upp á 2,2 milljarða króna, en byggingarfélagið Eykt smíðaði brúarmannvirkið sem undirverktaki. Klæðningarflokkur Borgarverks lagði svo bundið slitlag á veginn í haust, eins og sjá mátti í beinni útsendingu Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Samtímis vinnur Borgarverk að því að ljúka ellefu kílómetra löngum vegi um Teigsskóg en þar höfðu verklok verið áætluð í lok þessa mánaðar. Hæpið er að það náist en Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, segir veður válynd þessa dagana og óábyrgt að nefna ákveðna tímasetningu um opnun vegarins. Hann kveðst þó vonast til að hægt verði að hleypa umferð á hann í nóvember, en hugsanlega verði þá einhver kafli hans án slitlags. Þá er nýr sex kílómetra vegur inn Djúpafjörð, milli Djúpadals og Hallsteinsness, nánast tilbúinn, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar. Verktaki er Norðurtak. Þessi vegarkafli mun tímabundið verða hluti Vestfjarðavegar eða þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur, sem Sigurþór vonast til að geti orðið árið 2026. Við Hallsteinsnes. Þorskafjörður til hægri. Þarna liggur vegurinn í átt að Teigsskógi. Neðst til vinstri sést tengingin inn Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson Opnun nýju veganna um Teigsskóg og Djúpafjörð, væntanlega í næsta mánuði, þýðir að vegfarendur losna við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Kortið sýnir áfangaskiptingu við endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalsssveit.Vegagerðin Á Dynjandisheiði vonast Sigurþór einnig til að hægt verði fyrir veturinn að opna hluta vegarins sem Suðurverk er að leggja yfir háheiðina. Sá kafli er milli Norðdalsár og Vatnahvilftar, um fjögurra kílómetra langur, en tvísýnt er hvort náist að leggja á hann bundið slitlag vegna veðurs. Sigurþór segir að kaflinn verði þá opnaður án klæðningar. Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Það verður vígsla 25. október,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit, í samtali við fréttastofu og segir áformað að innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson opni brúna þann dag. „Það er núna verið að setja niður vegrið. Það er þó óvíst hvort það náist að mála allar línur á veginn fyrir opnun,“ segir Sigurþór. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Aðalverktakinn Suðurverk hóf verkið vorið 2021, með verksamning sem lægstbjóðandi upp á 2,2 milljarða króna, en byggingarfélagið Eykt smíðaði brúarmannvirkið sem undirverktaki. Klæðningarflokkur Borgarverks lagði svo bundið slitlag á veginn í haust, eins og sjá mátti í beinni útsendingu Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Samtímis vinnur Borgarverk að því að ljúka ellefu kílómetra löngum vegi um Teigsskóg en þar höfðu verklok verið áætluð í lok þessa mánaðar. Hæpið er að það náist en Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, segir veður válynd þessa dagana og óábyrgt að nefna ákveðna tímasetningu um opnun vegarins. Hann kveðst þó vonast til að hægt verði að hleypa umferð á hann í nóvember, en hugsanlega verði þá einhver kafli hans án slitlags. Þá er nýr sex kílómetra vegur inn Djúpafjörð, milli Djúpadals og Hallsteinsness, nánast tilbúinn, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar. Verktaki er Norðurtak. Þessi vegarkafli mun tímabundið verða hluti Vestfjarðavegar eða þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur, sem Sigurþór vonast til að geti orðið árið 2026. Við Hallsteinsnes. Þorskafjörður til hægri. Þarna liggur vegurinn í átt að Teigsskógi. Neðst til vinstri sést tengingin inn Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson Opnun nýju veganna um Teigsskóg og Djúpafjörð, væntanlega í næsta mánuði, þýðir að vegfarendur losna við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Kortið sýnir áfangaskiptingu við endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalsssveit.Vegagerðin Á Dynjandisheiði vonast Sigurþór einnig til að hægt verði fyrir veturinn að opna hluta vegarins sem Suðurverk er að leggja yfir háheiðina. Sá kafli er milli Norðdalsár og Vatnahvilftar, um fjögurra kílómetra langur, en tvísýnt er hvort náist að leggja á hann bundið slitlag vegna veðurs. Sigurþór segir að kaflinn verði þá opnaður án klæðningar.
Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41