„Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 15:08 „Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað,“ segir Hildur Sverrisdóttir um stjórnarandstöðuna. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. Klukkan 10:30 í dag voru á dagskrá Alþingis óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu þó að spyrja Bjarna ekki, og sumir þeirra héldu því fram að það væri vegna þess að hann væri ekki ráðherra lengur. „Það er ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ segir Hildur um ákvörðun stjórnarandstöðunnar. Hún segir liggja fyrir að stjórnarandstaðan þori ekki að ræða álit umboðsmanns Alþingis sem er ástæða þess að Bjarni segir af sér, jafnvel þó hann segist ósammála forsendum þess. „Ég held að það sýni ráðaleysi varðandi þetta mál. Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað heldur en að taka samtalið við ráðherra.“ Hló yfir hugmynd um eigin ráðuneyti Aðspurð um hvort hún væri sjálf á leið í ráðherrastól brast Hildur við með því að skella upp úr. „Nei alls ekki. Ég átti ekki von á þessari spurningu,“ svaraði hún hlægjandi Hildur fundaði í dag með forystufólki stjórnarflokkanna um komandi þingvetur. Hún segist ekki vita hvort Bjarni Benediktsson muni fara í annan ráðherrastól, eða hætta alfarið sem ráðherra. Hún voni þó að hann haldi áfram. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Klukkan 10:30 í dag voru á dagskrá Alþingis óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu þó að spyrja Bjarna ekki, og sumir þeirra héldu því fram að það væri vegna þess að hann væri ekki ráðherra lengur. „Það er ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ segir Hildur um ákvörðun stjórnarandstöðunnar. Hún segir liggja fyrir að stjórnarandstaðan þori ekki að ræða álit umboðsmanns Alþingis sem er ástæða þess að Bjarni segir af sér, jafnvel þó hann segist ósammála forsendum þess. „Ég held að það sýni ráðaleysi varðandi þetta mál. Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað heldur en að taka samtalið við ráðherra.“ Hló yfir hugmynd um eigin ráðuneyti Aðspurð um hvort hún væri sjálf á leið í ráðherrastól brast Hildur við með því að skella upp úr. „Nei alls ekki. Ég átti ekki von á þessari spurningu,“ svaraði hún hlægjandi Hildur fundaði í dag með forystufólki stjórnarflokkanna um komandi þingvetur. Hún segist ekki vita hvort Bjarni Benediktsson muni fara í annan ráðherrastól, eða hætta alfarið sem ráðherra. Hún voni þó að hann haldi áfram.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03