Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 12:57 Ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi hafa bannað stuðningssamkomur fyrir Palestínumenn. Getty/Gregor Fischer Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11
Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01