Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 22:22 Lögeglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni. Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni.
Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira