Helförin á Gaza Ástþór Magnússon skrifar 16. október 2023 12:00 Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun