Helförin á Gaza Ástþór Magnússon skrifar 16. október 2023 12:00 Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar