Hættið stríðinu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 18. október 2023 08:31 Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar