Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 10:41 Maðurinn var fluttur á sjúkrahús eftir brunann þar sem hann lést af sárum sínum. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar. Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar.
Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55
Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09