Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 10:41 Maðurinn var fluttur á sjúkrahús eftir brunann þar sem hann lést af sárum sínum. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar. Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar.
Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55
Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09