Segir fólki að hætta að hneykslast á áhrifavöldum og horfa á stóru myndina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 15:01 Tony Bellew hefur náð að búa sér til líf eftir hnefaleikaferlinn bæði í fjölmiðlum og með því að leika í kvikmyndinni Creed III. Getty/Dave J Hogan Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum er ekki einn af þeim sem gagnrýnir bardaga áhrifavalda sem eru mjög áberandi þessa dagana í bardagaheiminum. Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Box Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Box Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira