Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 15:20 Kevin McCarthy tilnefndi Jim Jordan í atkvæðagreiðslunni í dag. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32