Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. október 2023 14:31 Frá ljósa- og flugeldasýningunni sem haldin var í gærkvöldi til að fagna 50 ára afmæli Óperuhússins í Sydney. Húsið verður opið almenningi alla helgina og búist er við að um 40.000 manns skoði húsið. Don Arnold/Getty Images Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. 8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a> Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a>
Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira