Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. október 2023 14:31 Frá ljósa- og flugeldasýningunni sem haldin var í gærkvöldi til að fagna 50 ára afmæli Óperuhússins í Sydney. Húsið verður opið almenningi alla helgina og búist er við að um 40.000 manns skoði húsið. Don Arnold/Getty Images Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. 8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a> Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a>
Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira