Ekkert gerist af sjálfu sér Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2023 08:01 Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Ég hef mætt á alla fundi síðan þá sem haldnir hafa verið á þessu degi. Oft hef ég hugsað, er þetta ekki bara komið? Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Nei þetta er ekki komið og í raun enn langt í land og því ætla ég að halda áfram að taka þátt í baráttunni. Á árunum 2013-2017 var ég formaður Félags Kvenna í Atvinnulífinu (FKA). Mikið lá okkur á hjarta og verkefnin mörg. Það var settur kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja, því hvorki gekk né rak í því að auka fjölbreytileika í stjórnum. Sýnileiki kvenna úr atvinnulífi í fjölmiðlum var í skötulíki og komum við á samstarfsverkefnum við Rúv til að kippa því í liðinn. Við komum á Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni sem hafði það að markmiði að auka jafnvægi í efsta lagi fyrirtækja og til að virkja viðskiptalíf í að verða fyrirmynd jafnréttis annarra þjóða. Ég er ekki að rifja þetta upp til að ylja mér við minningar góðra tíma heldur vil ég varpa því fram að þessi sporganga FKA sé ein af ástæðum þess hversu vel atvinnulífið hefur tekið í Kvennaverkfall árið 2023. Það er alveg ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér. FKA ákvað að vera hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu og það hefur skilað sér. Þetta er verkefni sem FKA þarf að halda áfram að berjast fyrir af afli, því það er augljóst að þegar kynjakvótum sleppir er verulegur kynjahalli í hlutverkum framkvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja. Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 48 árum sem liðin eru frá 1975. En staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við búum enn við kynbundinn vinnumarkað, þar sem framlag hefðbundinna kvennastétta er minna metið. Konur bera enn að stærri hlut ábyrgð á heimili og þriðju vaktinni. Við eigum enn eftir að fá allt samfélagið í okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Það höfum við séð í erlendum fréttum, vestanhafs og austan, þar sem verið er að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Við þurfum að gæta okkur, að leyfa ekki íhaldssömum öflum að vaða uppi og takmarka mannréttindi annarra. Fyrir jafnt og frjálst samfélag þarf frjálslyndið að blómstra. Getum aldrei verið í hlutlausum gír Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum og passa að við lullum ekki áfram í hlutlausum gír, sannfærð um að þetta sé allt komið því við séum svo framarlega á alþjóðavísu. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins: þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru kennarar, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Árið 1975 sungum við “í augsýn er nú frelsið og fyrr það mátti vera”. Það á enn við í dag. Að berjast fyrir réttindum kvenna kallar á samstöðu ólíkra hópa til að há marglaga og fjölþætta baráttu á mörgum vígstöðum. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá kvennskörungum sem hafa dregið vagninn frá því á áttunda áratugnum og aðra kvennafrísdaga síðan. Nýtum okkur þann kraft sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Því við þorum, getum og viljum. Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Kvennaverkfall Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Ég hef mætt á alla fundi síðan þá sem haldnir hafa verið á þessu degi. Oft hef ég hugsað, er þetta ekki bara komið? Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Nei þetta er ekki komið og í raun enn langt í land og því ætla ég að halda áfram að taka þátt í baráttunni. Á árunum 2013-2017 var ég formaður Félags Kvenna í Atvinnulífinu (FKA). Mikið lá okkur á hjarta og verkefnin mörg. Það var settur kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja, því hvorki gekk né rak í því að auka fjölbreytileika í stjórnum. Sýnileiki kvenna úr atvinnulífi í fjölmiðlum var í skötulíki og komum við á samstarfsverkefnum við Rúv til að kippa því í liðinn. Við komum á Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni sem hafði það að markmiði að auka jafnvægi í efsta lagi fyrirtækja og til að virkja viðskiptalíf í að verða fyrirmynd jafnréttis annarra þjóða. Ég er ekki að rifja þetta upp til að ylja mér við minningar góðra tíma heldur vil ég varpa því fram að þessi sporganga FKA sé ein af ástæðum þess hversu vel atvinnulífið hefur tekið í Kvennaverkfall árið 2023. Það er alveg ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér. FKA ákvað að vera hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu og það hefur skilað sér. Þetta er verkefni sem FKA þarf að halda áfram að berjast fyrir af afli, því það er augljóst að þegar kynjakvótum sleppir er verulegur kynjahalli í hlutverkum framkvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja. Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 48 árum sem liðin eru frá 1975. En staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við búum enn við kynbundinn vinnumarkað, þar sem framlag hefðbundinna kvennastétta er minna metið. Konur bera enn að stærri hlut ábyrgð á heimili og þriðju vaktinni. Við eigum enn eftir að fá allt samfélagið í okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Það höfum við séð í erlendum fréttum, vestanhafs og austan, þar sem verið er að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Við þurfum að gæta okkur, að leyfa ekki íhaldssömum öflum að vaða uppi og takmarka mannréttindi annarra. Fyrir jafnt og frjálst samfélag þarf frjálslyndið að blómstra. Getum aldrei verið í hlutlausum gír Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum og passa að við lullum ekki áfram í hlutlausum gír, sannfærð um að þetta sé allt komið því við séum svo framarlega á alþjóðavísu. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins: þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru kennarar, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Árið 1975 sungum við “í augsýn er nú frelsið og fyrr það mátti vera”. Það á enn við í dag. Að berjast fyrir réttindum kvenna kallar á samstöðu ólíkra hópa til að há marglaga og fjölþætta baráttu á mörgum vígstöðum. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá kvennskörungum sem hafa dregið vagninn frá því á áttunda áratugnum og aðra kvennafrísdaga síðan. Nýtum okkur þann kraft sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Því við þorum, getum og viljum. Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun