Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2023 11:08 Jonaz Rud Vodder, danskur ríkisborgari, sem er grunaður um þátt að stórfelldu fíkniefnasmylgi. Vísir/Vilhelm Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári. „Já ég sé eftir þessu. Þetta var heimskulegt,“ sagði Jonaz í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær og tók einnig fram að hann hefði ekki farið í ferðina frá Danmörku hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann. Aðspurður tók Jonaz einnig fram að hann hafi ekki talað við kærustu sína í langan tíma og þar af leiðandi sé sambandsstaða þeirra í lausu lofti. Jonaz hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn við Garðskagavita þann 23. júní í sumar. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Jonaz er þriðji maðurinn og yngstur þeirra þriggja, 21 árs gamall. Hann flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Djangó bað hann um að skella sér Jonaz heldur því fram að hann hafi ekki grunað að neitt ólöglegt væri í gangi, en í framburði sínum fór hann yfir sína hlið málsins. Hann segir að maður að nafni Djangó hafi fengið hann í verkefnið. Jonaz hafi hitt Djangó á næturklúbbi og síðan hafi þeir talað saman símleiðis. Þó segist Jonaz í raun ekki þekkja Djangó. Djangó hafi beðið hann um að fara til Íslands í umrætt verkefni nokkrum dögum áður en varð að Íslandsförinni. Jonaz segist einungis hafa átt að gefa mönnunum ákveðnar vistir og aðspurður sagðist hann ekki eiga að fá greitt fyrir verkið. Fór vegna óprúttinna aðila „Hvers vegna myndir þú fara í þessa ferð án þess að fá greitt fyrir hana?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara. Jonaz sagðist hafa vonast til að fá greiða eða fá eitthvað endurgoldið fyrir sinn þátt. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknaraVísir/Vilhelm Aðspurður um hvort hann hafi haft einhvern sérstakan greiða í huga sagði hann sig og kærustu sína hafa átt í útistöðum við óprúttna aðila. Hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þessara einstaklinga og þeir orðið þeim sárir. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera“ Ýmis netsamskipti Jonazar voru reifuð við aðalmeðferðina í gær. Til að mynda var mynd varpað upp á skjá dómsalsins sem hann sendi kærustu sinni. Á myndinni sást hann halda á þykku seðlabúnti. Frekari samskipti hans við kærustuna voru skoðuð. Hún sendi honum að hún yrði ekki stressuð eins lengi og hann kæmi til baka. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Þá voru skilaboð sem Jonaz sendi til Djangó til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. Um var að ræða einu skilaboðin sem voru til staðar í umræddum spjallþræði milli Jonazar og Djangó. Sá síðarnefndi svaraði sem sagt ekki. Dularfull gríma reyndist buff Í Héraðsdómi Reykjaness í gær kom fram að áður en Jonaz fór í verkefnið hafi honum verið afhentar tuttugu þúsund danskar krónur og greiðslukort. Peninginn átti hann að nota til að kaupa bensín og aðrar vistir sem skipverjarnir þyrftu. Hann hafi fengið þau fyrirmæli að hann ætti að nota reiðuféð alls staðar þar sem hann gæti, og þar sem það virkaði ekki skyldi hann nota greiðslukortið. Jonaz Rud Vodder segir að skútumálið hafi orðið til þess að hann hafi tapað íbúð, vinnu og bíl. Þá hafi málið einnig haft áhrif á vináttu hans, sem og ástarmál.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslum hafði komið fram að maðurinn sem veitti Jonazi peningana hafi verið grímuklæddur. Spurður út í það sagði Jonaz það rétt upp að einhverju marki. „Gríma og ekki gríma,“ sagði hann og reyndi að útskýra hvað maðurinn hafi verið með fyrir andlitinu. „Var það buff?“ spurði verjandi hans Birkir Már Árnason. „Já mér skilst að á Íslandi sé þetta kallað buff,“ svaraði Jonaz. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Tengdar fréttir Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. október 2023 18:55 Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. 24. október 2023 11:02 Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Já ég sé eftir þessu. Þetta var heimskulegt,“ sagði Jonaz í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær og tók einnig fram að hann hefði ekki farið í ferðina frá Danmörku hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann. Aðspurður tók Jonaz einnig fram að hann hafi ekki talað við kærustu sína í langan tíma og þar af leiðandi sé sambandsstaða þeirra í lausu lofti. Jonaz hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn við Garðskagavita þann 23. júní í sumar. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Jonaz er þriðji maðurinn og yngstur þeirra þriggja, 21 árs gamall. Hann flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Djangó bað hann um að skella sér Jonaz heldur því fram að hann hafi ekki grunað að neitt ólöglegt væri í gangi, en í framburði sínum fór hann yfir sína hlið málsins. Hann segir að maður að nafni Djangó hafi fengið hann í verkefnið. Jonaz hafi hitt Djangó á næturklúbbi og síðan hafi þeir talað saman símleiðis. Þó segist Jonaz í raun ekki þekkja Djangó. Djangó hafi beðið hann um að fara til Íslands í umrætt verkefni nokkrum dögum áður en varð að Íslandsförinni. Jonaz segist einungis hafa átt að gefa mönnunum ákveðnar vistir og aðspurður sagðist hann ekki eiga að fá greitt fyrir verkið. Fór vegna óprúttinna aðila „Hvers vegna myndir þú fara í þessa ferð án þess að fá greitt fyrir hana?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara. Jonaz sagðist hafa vonast til að fá greiða eða fá eitthvað endurgoldið fyrir sinn þátt. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknaraVísir/Vilhelm Aðspurður um hvort hann hafi haft einhvern sérstakan greiða í huga sagði hann sig og kærustu sína hafa átt í útistöðum við óprúttna aðila. Hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þessara einstaklinga og þeir orðið þeim sárir. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera“ Ýmis netsamskipti Jonazar voru reifuð við aðalmeðferðina í gær. Til að mynda var mynd varpað upp á skjá dómsalsins sem hann sendi kærustu sinni. Á myndinni sást hann halda á þykku seðlabúnti. Frekari samskipti hans við kærustuna voru skoðuð. Hún sendi honum að hún yrði ekki stressuð eins lengi og hann kæmi til baka. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Þá voru skilaboð sem Jonaz sendi til Djangó til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. Um var að ræða einu skilaboðin sem voru til staðar í umræddum spjallþræði milli Jonazar og Djangó. Sá síðarnefndi svaraði sem sagt ekki. Dularfull gríma reyndist buff Í Héraðsdómi Reykjaness í gær kom fram að áður en Jonaz fór í verkefnið hafi honum verið afhentar tuttugu þúsund danskar krónur og greiðslukort. Peninginn átti hann að nota til að kaupa bensín og aðrar vistir sem skipverjarnir þyrftu. Hann hafi fengið þau fyrirmæli að hann ætti að nota reiðuféð alls staðar þar sem hann gæti, og þar sem það virkaði ekki skyldi hann nota greiðslukortið. Jonaz Rud Vodder segir að skútumálið hafi orðið til þess að hann hafi tapað íbúð, vinnu og bíl. Þá hafi málið einnig haft áhrif á vináttu hans, sem og ástarmál.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslum hafði komið fram að maðurinn sem veitti Jonazi peningana hafi verið grímuklæddur. Spurður út í það sagði Jonaz það rétt upp að einhverju marki. „Gríma og ekki gríma,“ sagði hann og reyndi að útskýra hvað maðurinn hafi verið með fyrir andlitinu. „Var það buff?“ spurði verjandi hans Birkir Már Árnason. „Já mér skilst að á Íslandi sé þetta kallað buff,“ svaraði Jonaz.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Tengdar fréttir Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. október 2023 18:55 Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. 24. október 2023 11:02 Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. október 2023 18:55
Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. 24. október 2023 11:02
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13