Reynsla mín af gervigreind í menntaskólakennslu Geir Finnsson skrifar 26. október 2023 07:01 Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda. Nemendamiðað kennslurými mætir gervigreind vel Sjálfur er ég enskukennari í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) við Keili. Í þeim skóla er vendinám í fyrirrúmi en það snýst í stuttu máli um að kennslustundir séu helgaðar verkefnavinnu og að nám utan kennslustofunar snúist um upplýsingaöflun, t.a.m með stuttum myndböndum, lestri og svo framvegis. Með öðrum orðum stendur kennarinn ekki upp við töflu og færir nemendum upplýsingar. Nemendur sjá sjálfir um upplýsingaöflun og mæta síðan í tíma til að vinna undir handleiðslu kennara. Vendinám snýst þar að auki um að gera kennslustofur nemendamiðaðar og gagnvirkar, sem við í MÁ höfum innleitt alla leið. Það þýðir að ekkert kennaraborð er að finna fremst í skólastofum heldur eru stólar, hægindastólar, sófar og borð á víð og dreif um stofuna og kennarinn gengur á milli nemenda til að leiðbeina þeim. Það er einmitt þessu nýstárlega umhverfi að þakka að vel hefur tekist hjá mér að notfæra gervigreind í skólastarf MÁ. Gervigreind hvetur okkur til að breytast í rétta átt MÁ er glænýr og lítill skóli. Fyrir vikið er ég eini enskukennarinn þar, sem hefur veitt mér rými til að gera tilraunir með gervigreind frá því hún fór að láta verulega á sér kræla um síðastliðin áramót. Vissulega var það yfirþyrmandi til að byrja með að sjá forrit á borð við ChatGPT og QuillBot gera það að verkum að hefðbundin verkefni á borð við ritgerðir virkuðu einfaldlega ekki lengur í þeirri mynd sem við könnumst öll við - enda geta forritin ekki aðeins bætt texta nemenda á svipstundu, heldur einnig gert verkefnin ansi fagmannlega fyrir þau frá grunni. Aftur á móti er tilkoma þessara tækniframfara, að mínu mati, sú hvatning sem skólasamfélagið hefur þurft á að halda til þess að þróast í takt við nútímaþarfir og kröfur. Gagnrýnin hugsun nemenda er mikilvægari en nokkru sinni fyrr Lykilatriði í því að nota gervigreind í kennslu eru opnar og hreinskiptnar umræður við nemendur. Það má ekki gleymast að nám snýst um nemendur og sem skjólstæðingar okkar er eðlilegt að rödd þeirra heyrist þegar við ræðum breytingar á okkar kennsluháttum. Í enskuáföngum mínum legg ég upp úr því að nemendur skoði kennsluáætlun og áfangalýsingu gaumgæfilega og held ég með þeim stuttar vinnustofur um hvernig verkefni áfangans, ekki síst lokaverkefni, ættu að koma til með að líta út í ljósi tækniframfara á sviðum gervigreindar. Afraksturinn eru verkefni sem snúast meira um gagnrýna hugsun nemenda, þar sem þau meðal annars bera saman eigin afurð við gervigreind og ræða sérstaklega muninn. Þá snúast verkefni í meira mæli um að nemendur tjái eigin skoðun og lýsi reynslu sinni og nýti frekar gervigreind til að fá aðstoð - enda er hún kjörin til þess að leiðrétta málfar og stafsetningu, auk þess að hjálpa nemendum að mynda ramma utan um verkefnin sín, svo fáein dæmi verði nefnd. Með verkefnamiðuðu vendinámi og nemendamiðuðum kennslustofum hefur reynst mér vel að nota gervigreind í skólastarfinu. Þetta gerir það að verkum að ég, sem kennari næ að fylgjast betur með vinnu nemenda og þá fá þau sömuleiðis aukið rými til að gera sjálf tilraunir og læra, fyrir vikið, að beita þessum nýju verkfærum skynsamlega. Ég öðlast meiri tíma til að ræða opinskátt við nemendur og það útaf fyrir sig er gríðarlega verðmætt fyrir kennara á tímum sem þessum. Gervigreind er kærkominn aðstoðarmaður kennarans Þess ber að geta að gervigreindin nýtist ekki aðeins nemendum. Úr því að ég er eini enskukennari skólans míns þá er erfiðara að kasta hugmyndum á milli annarra enskukennara en þar kemur gervigreindin að góðum notum. Að mörgu leyti er eins og um gríðarlega vinnufúsan og gáfaðan aðstoðarmann sé að ræða; sem er til í að svara manni á svipstundu hvenær sem er sólarhringsins. Hún getur búið til matskvarða, yfirfarið verkefnalýsingar og þess háttar en sömuleiðis getur hún m.a. lesið áfangalýsingu og kennsluáætlun og komið með fjölbreyttar hugmyndir sem og þarfa gagnrýni sem tryggir að kennslan uppfylli ekki aðeins kröfur yfirvalda heldur nútímalegar þarfir nemenda. Til að mynda er hreinlega hægt að spyrja gervigreindina hvernig hægt sé að breyta hverju verkefni fyrir sig þannig að það verði ekki úrelt á tímum gervigreindar. Eigum við að takmarka gervigreind eða notfæra okkur hana? Framfarir gervigreindar hafa reynst skólasamfélaginu krefjandi og mun hún brátt hafa veigamikil áhrif á fleiri námsgreinar en ensku. Ég er hins vegar sannfærður um að framtíðin sé björt því samkvæmt minni reynslu þá eru þessar nýlegu framfarir í gervigreind nákvæmlega sá hvati sem skólasamfélagið þarf á að halda til að nám á öllum skólastigum mæti nútímaþörfum nemenda okkar. Að mínu mati er ekki nóg að vera aðeins meðvituð um gervigreind og finna síðan leiðir til að koma í veg fyrir að nemendur svindli með henni - við ættum að vera opin fyrir veigameiri breytingum í skólastarfi, hvort sem er með aukinni áherslu á verkefnamiðað nám, á nemendamiðaðar skólastofur, aukin samskipti við nemendur og þar fram eftir götum. Það er engin ein leið sem virkar fyrir alla en af minni reynslu að marka þá er lykilatriði að höfuðáhersla verði lögð á gagnrýna hugsun nemenda til að takast á við þann nýja veruleika sem blasir við okkur. Höfundur er kennari í Menntaskólanum á Ásbrú Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Gervigreind Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Skólarnir Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. 18. október 2023 11:01 Hvernig gervigreind gæti eyðilagt íslenska skóla Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti. 18. október 2023 09:30 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda. Nemendamiðað kennslurými mætir gervigreind vel Sjálfur er ég enskukennari í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) við Keili. Í þeim skóla er vendinám í fyrirrúmi en það snýst í stuttu máli um að kennslustundir séu helgaðar verkefnavinnu og að nám utan kennslustofunar snúist um upplýsingaöflun, t.a.m með stuttum myndböndum, lestri og svo framvegis. Með öðrum orðum stendur kennarinn ekki upp við töflu og færir nemendum upplýsingar. Nemendur sjá sjálfir um upplýsingaöflun og mæta síðan í tíma til að vinna undir handleiðslu kennara. Vendinám snýst þar að auki um að gera kennslustofur nemendamiðaðar og gagnvirkar, sem við í MÁ höfum innleitt alla leið. Það þýðir að ekkert kennaraborð er að finna fremst í skólastofum heldur eru stólar, hægindastólar, sófar og borð á víð og dreif um stofuna og kennarinn gengur á milli nemenda til að leiðbeina þeim. Það er einmitt þessu nýstárlega umhverfi að þakka að vel hefur tekist hjá mér að notfæra gervigreind í skólastarf MÁ. Gervigreind hvetur okkur til að breytast í rétta átt MÁ er glænýr og lítill skóli. Fyrir vikið er ég eini enskukennarinn þar, sem hefur veitt mér rými til að gera tilraunir með gervigreind frá því hún fór að láta verulega á sér kræla um síðastliðin áramót. Vissulega var það yfirþyrmandi til að byrja með að sjá forrit á borð við ChatGPT og QuillBot gera það að verkum að hefðbundin verkefni á borð við ritgerðir virkuðu einfaldlega ekki lengur í þeirri mynd sem við könnumst öll við - enda geta forritin ekki aðeins bætt texta nemenda á svipstundu, heldur einnig gert verkefnin ansi fagmannlega fyrir þau frá grunni. Aftur á móti er tilkoma þessara tækniframfara, að mínu mati, sú hvatning sem skólasamfélagið hefur þurft á að halda til þess að þróast í takt við nútímaþarfir og kröfur. Gagnrýnin hugsun nemenda er mikilvægari en nokkru sinni fyrr Lykilatriði í því að nota gervigreind í kennslu eru opnar og hreinskiptnar umræður við nemendur. Það má ekki gleymast að nám snýst um nemendur og sem skjólstæðingar okkar er eðlilegt að rödd þeirra heyrist þegar við ræðum breytingar á okkar kennsluháttum. Í enskuáföngum mínum legg ég upp úr því að nemendur skoði kennsluáætlun og áfangalýsingu gaumgæfilega og held ég með þeim stuttar vinnustofur um hvernig verkefni áfangans, ekki síst lokaverkefni, ættu að koma til með að líta út í ljósi tækniframfara á sviðum gervigreindar. Afraksturinn eru verkefni sem snúast meira um gagnrýna hugsun nemenda, þar sem þau meðal annars bera saman eigin afurð við gervigreind og ræða sérstaklega muninn. Þá snúast verkefni í meira mæli um að nemendur tjái eigin skoðun og lýsi reynslu sinni og nýti frekar gervigreind til að fá aðstoð - enda er hún kjörin til þess að leiðrétta málfar og stafsetningu, auk þess að hjálpa nemendum að mynda ramma utan um verkefnin sín, svo fáein dæmi verði nefnd. Með verkefnamiðuðu vendinámi og nemendamiðuðum kennslustofum hefur reynst mér vel að nota gervigreind í skólastarfinu. Þetta gerir það að verkum að ég, sem kennari næ að fylgjast betur með vinnu nemenda og þá fá þau sömuleiðis aukið rými til að gera sjálf tilraunir og læra, fyrir vikið, að beita þessum nýju verkfærum skynsamlega. Ég öðlast meiri tíma til að ræða opinskátt við nemendur og það útaf fyrir sig er gríðarlega verðmætt fyrir kennara á tímum sem þessum. Gervigreind er kærkominn aðstoðarmaður kennarans Þess ber að geta að gervigreindin nýtist ekki aðeins nemendum. Úr því að ég er eini enskukennari skólans míns þá er erfiðara að kasta hugmyndum á milli annarra enskukennara en þar kemur gervigreindin að góðum notum. Að mörgu leyti er eins og um gríðarlega vinnufúsan og gáfaðan aðstoðarmann sé að ræða; sem er til í að svara manni á svipstundu hvenær sem er sólarhringsins. Hún getur búið til matskvarða, yfirfarið verkefnalýsingar og þess háttar en sömuleiðis getur hún m.a. lesið áfangalýsingu og kennsluáætlun og komið með fjölbreyttar hugmyndir sem og þarfa gagnrýni sem tryggir að kennslan uppfylli ekki aðeins kröfur yfirvalda heldur nútímalegar þarfir nemenda. Til að mynda er hreinlega hægt að spyrja gervigreindina hvernig hægt sé að breyta hverju verkefni fyrir sig þannig að það verði ekki úrelt á tímum gervigreindar. Eigum við að takmarka gervigreind eða notfæra okkur hana? Framfarir gervigreindar hafa reynst skólasamfélaginu krefjandi og mun hún brátt hafa veigamikil áhrif á fleiri námsgreinar en ensku. Ég er hins vegar sannfærður um að framtíðin sé björt því samkvæmt minni reynslu þá eru þessar nýlegu framfarir í gervigreind nákvæmlega sá hvati sem skólasamfélagið þarf á að halda til að nám á öllum skólastigum mæti nútímaþörfum nemenda okkar. Að mínu mati er ekki nóg að vera aðeins meðvituð um gervigreind og finna síðan leiðir til að koma í veg fyrir að nemendur svindli með henni - við ættum að vera opin fyrir veigameiri breytingum í skólastarfi, hvort sem er með aukinni áherslu á verkefnamiðað nám, á nemendamiðaðar skólastofur, aukin samskipti við nemendur og þar fram eftir götum. Það er engin ein leið sem virkar fyrir alla en af minni reynslu að marka þá er lykilatriði að höfuðáhersla verði lögð á gagnrýna hugsun nemenda til að takast á við þann nýja veruleika sem blasir við okkur. Höfundur er kennari í Menntaskólanum á Ásbrú
Skólarnir Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. 18. október 2023 11:01
Hvernig gervigreind gæti eyðilagt íslenska skóla Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti. 18. október 2023 09:30
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun