Talinn hafa elt fólk á tíu kílómetra leið og reynt að þvinga það af veginum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. október 2023 08:01 Myndin er úr safni og sýnir annan landshluta en þann sem meint brot áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa veitt fólki eftirför og reynt að þvinga bíl þess af vegi, fer fram í næstu viku. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira