Nóg komið Gunnlaugur Stefánsson skrifar 26. október 2023 14:30 Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun