27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 14:40 Fellibylurinn Otis olli miklum skemmdum í Acapulco og víðar í Mexíkó í gær. AP/Marco Ugarte Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira