Þolendum mansals fjölgar stöðugt og þörf á vitundarvakningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir þurfa að samhæfa störf þeirra sem koma að mansalsmálum. Þá séu opinberar tölur aðeins toppurinn á ísjakanum. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. Greta, nefnd á vegum Evrópuráðsins sendir stjórnvöldum tóninn í þriðju úttekt sinni um stöðu mansalsmála hér á landi sem birtist í morgun. Nefndin hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri stjórnvalda í baráttunni gegn vinnumansali og brýnir þau til dáða. Fram kemur að hér skorti enn formlegar verklagsreglur í málaflokknum. Þá er bent á vankanta í baráttu gegn mansali barna. Í skýrslunni kemur fram að þó lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Þá kemur fram að Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hafi fengið 25 tilkynningar um mansal á tveimur árum. Tilfellin séu þó mun fleiri. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð segir að heimilið hafi fengið enn fleiri tilkynningar um mögulegt mansal á þessu ári eða 35 talsins . „Þetta er mjög umfangsmikið. Ég tel að við séum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Þetta eru aðallega karlmenn sem lenda í þessu núna og þá vinnumansali. Við sem samfélag þurfum að vera meira vakandi því það getur verið hagnýting í gangi víða,“ segir hún. Jenný segir að það þurfi að þjálfa fleiri í að finna þolendur mansals og samstilla störf í málaflokknum. „Eins og staða er núna er enginn einn einstaklingur sem er í að vinna að mansalsmálum. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé gerð áætlun um samhæfingu um hvernig á að taka þessum málum. Þá þarf hún að vera kynnt fyrir öllum aðilum sem koma að þolendum mansals,“ segir Jenný. Er í bígerð hjá ráðherra Dómsmálaráðherra sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar ætla að hrinda af stað nýrri aðgerðaráætlun í málaflokknum. Þá þyrftu fleiri ráðuneyti að vinna saman að því að sporna gegn vandanum. Mansal í Vík Lögreglan Félagsmál Mansal Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Greta, nefnd á vegum Evrópuráðsins sendir stjórnvöldum tóninn í þriðju úttekt sinni um stöðu mansalsmála hér á landi sem birtist í morgun. Nefndin hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri stjórnvalda í baráttunni gegn vinnumansali og brýnir þau til dáða. Fram kemur að hér skorti enn formlegar verklagsreglur í málaflokknum. Þá er bent á vankanta í baráttu gegn mansali barna. Í skýrslunni kemur fram að þó lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Þá kemur fram að Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hafi fengið 25 tilkynningar um mansal á tveimur árum. Tilfellin séu þó mun fleiri. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð segir að heimilið hafi fengið enn fleiri tilkynningar um mögulegt mansal á þessu ári eða 35 talsins . „Þetta er mjög umfangsmikið. Ég tel að við séum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Þetta eru aðallega karlmenn sem lenda í þessu núna og þá vinnumansali. Við sem samfélag þurfum að vera meira vakandi því það getur verið hagnýting í gangi víða,“ segir hún. Jenný segir að það þurfi að þjálfa fleiri í að finna þolendur mansals og samstilla störf í málaflokknum. „Eins og staða er núna er enginn einn einstaklingur sem er í að vinna að mansalsmálum. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé gerð áætlun um samhæfingu um hvernig á að taka þessum málum. Þá þarf hún að vera kynnt fyrir öllum aðilum sem koma að þolendum mansals,“ segir Jenný. Er í bígerð hjá ráðherra Dómsmálaráðherra sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar ætla að hrinda af stað nýrri aðgerðaráætlun í málaflokknum. Þá þyrftu fleiri ráðuneyti að vinna saman að því að sporna gegn vandanum.
Mansal í Vík Lögreglan Félagsmál Mansal Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira