Líf eða dauði ungra bænda Högni Elfar Gylfason skrifar 27. október 2023 11:01 Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Högni Elfar Gylfason Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun