„Við ætlum að horfa á börnin taka stærðfræðipróf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2023 09:01 Gunnar Helgason segir foreldra oft telja sig vera að gera gagn en í raun séu þeir ekki að gera það. Vísir/Einar Gunnar Helgason rithöfundur áttaði sig á því eftir að hafa fylgt sonum sínum á nokkur fótboltamót að hann væri ekki eins hvetjandi og hann hélt. Þá segir hann fáum detta í hug að sýna sömu hegðun og þeir sýna gagnvart börnum á íþróttamótum annars staðar. Gunnar hefur töluverða reynslu af því að standa á hliðarlínunni á íþróttamótum en strákarnir hans æfðu lengi fótbolta. Gunnar var einn viðmælanda í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport en þar ræddi hann hegðun í kringum íþróttamót. Klippa: Segir foreldra oft gera illt verra „Við þurfum ákveða til hvers barnið er í íþróttinni. Er þetta hápunkturinn í lífi barnsins. Er þetta úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni leikur tíu ára barna á Akureyri á N1 mótinu. Er það lokapunkturinn eða er það bara eitt skref í því að læra. Læra að verða betra íþróttafólk eða læra að verða sterkari manneskjur.“ Hann segir foreldra oft telja sig vera að gera gagn með því að leiðbeina börnunum en slíkt geti haft þveröfug áhrif. Þannig heyri allir hvað sagt er þegar hrópaðar eru leiðbeiningar til barns líkt og að gefa boltann upp upp kantinn. „Andstæðingurinn heyrði þetta líka. Sér að barnið hikar, fer fyrir sendinguna sem fer upp kantinn. Mómentið er ónýtt. Þú eyðilagðir fyrir barninu. Segjum svo að sendingin heppnist þá er það þín ákvörðun en ekki barnsins.“ Foreldrar þurfi að velta fyrir sér hvað þeir séu í raun og veru að gera þegar þeir hrópa og kalla á börnin sín á meðan þau eru að keppa í fótbolta. „Það er stærðfræðipróf í skólanum á morgun. Eru ekki allir að mæta. Við ætlum bara að horfa á börnin taka stærðfræðipróf.“ Gunnar segir engum detta slíkt í hug en sjá má hér fyrir neðan samlíkingu sem Gunnar tekur af hegðun foreldra á ólíkum vettvangi. Hægt er að sjá hluta af viðtalinu við Gunnar Helgason í spilarinum hér fyrir ofan . Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport geta séð þáttinn í heild. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. 23. október 2023 08:00 „Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2023 07:31 „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Gunnar hefur töluverða reynslu af því að standa á hliðarlínunni á íþróttamótum en strákarnir hans æfðu lengi fótbolta. Gunnar var einn viðmælanda í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport en þar ræddi hann hegðun í kringum íþróttamót. Klippa: Segir foreldra oft gera illt verra „Við þurfum ákveða til hvers barnið er í íþróttinni. Er þetta hápunkturinn í lífi barnsins. Er þetta úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni leikur tíu ára barna á Akureyri á N1 mótinu. Er það lokapunkturinn eða er það bara eitt skref í því að læra. Læra að verða betra íþróttafólk eða læra að verða sterkari manneskjur.“ Hann segir foreldra oft telja sig vera að gera gagn með því að leiðbeina börnunum en slíkt geti haft þveröfug áhrif. Þannig heyri allir hvað sagt er þegar hrópaðar eru leiðbeiningar til barns líkt og að gefa boltann upp upp kantinn. „Andstæðingurinn heyrði þetta líka. Sér að barnið hikar, fer fyrir sendinguna sem fer upp kantinn. Mómentið er ónýtt. Þú eyðilagðir fyrir barninu. Segjum svo að sendingin heppnist þá er það þín ákvörðun en ekki barnsins.“ Foreldrar þurfi að velta fyrir sér hvað þeir séu í raun og veru að gera þegar þeir hrópa og kalla á börnin sín á meðan þau eru að keppa í fótbolta. „Það er stærðfræðipróf í skólanum á morgun. Eru ekki allir að mæta. Við ætlum bara að horfa á börnin taka stærðfræðipróf.“ Gunnar segir engum detta slíkt í hug en sjá má hér fyrir neðan samlíkingu sem Gunnar tekur af hegðun foreldra á ólíkum vettvangi. Hægt er að sjá hluta af viðtalinu við Gunnar Helgason í spilarinum hér fyrir ofan . Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport geta séð þáttinn í heild.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. 23. október 2023 08:00 „Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2023 07:31 „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. 23. október 2023 08:00
„Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2023 07:31
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16