Þegar fórnarlamb verður böðull Sigurður Skúlason skrifar 29. október 2023 08:00 áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun