Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Guðrún Schmidt skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. Stöðugt kemur eitthvað nýtt á markað sem á að auðvelda okkur lífið og stuðla að velgengni og hamingju. Æ fleiri átta sig þó á því að neysla er ekki lykillinn að hamingju. Vonandi er hápunkti neysluhyggju náð og mannkynið nær að þróast og þroskast áfram með breyttum áherslum og gildum þar sem nægjusemi verður aftur að eftirsóknarverðu normi. Nægjusamur nóvember – hvatningarátak Landverndar Nóvember einkennist af töluverðri neyslu. Tilboðsdagar eins og „Svartur föstudagur“, „Rafrænn mánudagur“ og „Dagur einhleypra“ hvetja okkur til innkaupa með aragrúa af auglýsingum og loforðum á öllum miðlum. Æsingur verður í kringum „góð kaup“ sem getur haft stressandi áhrif og okkur finnst við þurfa að taka þátt í kapphlaupinu. Í nóvember á síðasta ári hóf Landverndhvatningarátak undir slagorðinu nægjusamur nóvember til þess að vega upp á móti kaupæðinu og vekja athygli á nægjusemi. Í ár heldur átakið áfram, m.a. með fræðsluefni og verkefni fyrir skóla líkt og í fyrra, greinaskrifum og viðburðum. Grænfánaskólar eru hvattir til þess að taka málefnið fyrir í sinni kennslu, en efnið er opið öllum á vefsíðu Grænfánansog Landverndar. Einhver kann að spyrja sig af hverju umhverfisverndarsamtökin Landvernd séu að leggja áherslu á nægjusemi? Svarið er einfalt. Ljóst er að núverandi lifnaðar- og viðskiptahættir fólks í vestrænum löndum er langt umfram þolmörk náttúrunnar og auk þess á kostnað fátækari hluta heims og framtíðarkynslóða. Við erum að kalla yfir okkur loftslagshamfarir, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar í samfélögum okkar því núverandi lífsstíll er ekki framtíðarhæfur. Nægjusemi er ein af forsendum fyrir sjálfbærri þróun. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) bendir einnig á að nægjusemi er nauðsynleg ásamt fjölmörgum öðrum loftslagsaðgerðum þar sem hún mun leiða til minni eftirspurnar eftir orku, auðlindum, landgæðum og vatni. Því við framleiðslu á öllum vörum þarf auðlindir, auk þess þarf náttúran að taka við úrganginum og mengun. Nægjusemi er áhrifamikil, fljótvirk og ódýr leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, ósjálfbæra nýtingu auðlinda og jafnvel ójöfnuð. Ef íslensk stjórnvöld taka stefnu sína í loftslagsmálum, sjálfbærri þróun og breytingum yfir í hringrásarhagkerfið alvarlega ætti nægjusemi að rata ofarlega á blað um gildi sem mikilvægt er að stuðla að. Að minnka neyslu, framleiða gæðavörur sem endast, endurvinna og endurnýta sem mest aftur og aftur og vinna með öflugum hringrásarferlum eru m.a. einkenni hringrásarhagkerfis. Hugarfar sem er jákvætt fyrir einstaklinga, samfélögin og umhverfið Fyrir okkur sem fáum nóg að borða, föt, húsaskjól og búum við heilbrigðisþjónustu og menntunarmöguleika þýðir nægjusemi ekki afturhvarf til fortíðar, að fórna einhverju eða lifa við skort. Þess í stað er það tækifæri til þess að einbeita okkur að því sem veitir raunverulega gleði, hamingju og gildi í lífinu. Við hoppum út úr kapphlaupi um gervi-lífsgæði, spyrjum okkur hvort við höfum raunverulega þörf fyrir hlutina og hættum einfaldlega að kaupa hluti sem við þurfum ekki. Mjög hjálplegt er að reyna að hunsa áreiti frá auglýsingum, hætta að horfa á það sem aðrir eiga, bera sig ekki saman við aðra heldur veita því athygli sem við höfum og vera þakklát og ánægð með það. Nægjusemi er hugarástand þar sem við finnum ekki fyrir hinum ýmsum þörfum og þurfum þá heldur ekki að neita okkur um þessar þarfir þar sem þær eru ekki til staðar. Með þessu móti sparast tími, orka og peningar sem við getum nýtt í upplifanir, samveru, slökun og að skapa gott samfélag. Við nærum líkama og sálina varanlega og frelsum okkur frá því að grípa til skyndilausna með kaupum á hlutum og stöðutáknum í kapphlaupi við aðra í gagnrýnislausri trú á loforð framleiðslu- og söluaðila. Áhrifamikið er að skoða gildin okkar sem leiðarljós í gegnum lífið, þannig getum við skilgreint fyrir hvað við stöndum og hvað skiptir okkur máli. Hvernig viljum við hugsa til baka, þreytt eftir lífsgæðakapphlaup eða uppfull að góðum minningum og samböndum og þakklát fyrir verkin okkar sem hafa haft góð áhrif út á við hvort sem er í stóru eða smáu. Ímyndum okkur samfélag þar sem nægjusemi, þakklæti, virðing og umhyggja væru ráðandi, samfélag þar sem markmiðið væri að öllum liði vel og við værum hvorki að lifa á kostnað náttúrunnar né annars fólks. Þannig framtíðarsýn gefur okkur orku, getu, von og vilja til að taka þátt í að skapa svoleiðis samfélag. Einföld og áhrifamikil leið sem við getum sameinast um Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á öllum sviðum samfélaga til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum og færa okkur á braut sjálfbærrar þróunar: kerfisbreytingar, hegðunarbreytingar og hugarfarsbreytingar. Nægjusemi sem hegðunar- og hugarfarsbreyting er ókeypis og skilar strax árangri. Bara með því að hætta þátttöku okkar í neyslubrjálæði tökum við mikilvægt skref í umbreytingu samfélaga til hins betra. Við getum sameinast um nægjusemi sem einfalda og áhrifamikla leið og fagnað að slík leið er til. Ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum er nægjusemi nauðsynleg, hún er jákvæð og á að vera eitt af leiðarljósum okkar til betri framtíðar. Verið velkomin að taka þátt í nægjusömum nóvember og fylgist með fleiri greinum, fræðsluverkefnum, góðum ráðum og viðburðum um nægjusemi allan nóvember á vefsíðu hvatningarátaksins Landverndar og Grænfánans. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Verslun Neytendur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. Stöðugt kemur eitthvað nýtt á markað sem á að auðvelda okkur lífið og stuðla að velgengni og hamingju. Æ fleiri átta sig þó á því að neysla er ekki lykillinn að hamingju. Vonandi er hápunkti neysluhyggju náð og mannkynið nær að þróast og þroskast áfram með breyttum áherslum og gildum þar sem nægjusemi verður aftur að eftirsóknarverðu normi. Nægjusamur nóvember – hvatningarátak Landverndar Nóvember einkennist af töluverðri neyslu. Tilboðsdagar eins og „Svartur föstudagur“, „Rafrænn mánudagur“ og „Dagur einhleypra“ hvetja okkur til innkaupa með aragrúa af auglýsingum og loforðum á öllum miðlum. Æsingur verður í kringum „góð kaup“ sem getur haft stressandi áhrif og okkur finnst við þurfa að taka þátt í kapphlaupinu. Í nóvember á síðasta ári hóf Landverndhvatningarátak undir slagorðinu nægjusamur nóvember til þess að vega upp á móti kaupæðinu og vekja athygli á nægjusemi. Í ár heldur átakið áfram, m.a. með fræðsluefni og verkefni fyrir skóla líkt og í fyrra, greinaskrifum og viðburðum. Grænfánaskólar eru hvattir til þess að taka málefnið fyrir í sinni kennslu, en efnið er opið öllum á vefsíðu Grænfánansog Landverndar. Einhver kann að spyrja sig af hverju umhverfisverndarsamtökin Landvernd séu að leggja áherslu á nægjusemi? Svarið er einfalt. Ljóst er að núverandi lifnaðar- og viðskiptahættir fólks í vestrænum löndum er langt umfram þolmörk náttúrunnar og auk þess á kostnað fátækari hluta heims og framtíðarkynslóða. Við erum að kalla yfir okkur loftslagshamfarir, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar í samfélögum okkar því núverandi lífsstíll er ekki framtíðarhæfur. Nægjusemi er ein af forsendum fyrir sjálfbærri þróun. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) bendir einnig á að nægjusemi er nauðsynleg ásamt fjölmörgum öðrum loftslagsaðgerðum þar sem hún mun leiða til minni eftirspurnar eftir orku, auðlindum, landgæðum og vatni. Því við framleiðslu á öllum vörum þarf auðlindir, auk þess þarf náttúran að taka við úrganginum og mengun. Nægjusemi er áhrifamikil, fljótvirk og ódýr leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, ósjálfbæra nýtingu auðlinda og jafnvel ójöfnuð. Ef íslensk stjórnvöld taka stefnu sína í loftslagsmálum, sjálfbærri þróun og breytingum yfir í hringrásarhagkerfið alvarlega ætti nægjusemi að rata ofarlega á blað um gildi sem mikilvægt er að stuðla að. Að minnka neyslu, framleiða gæðavörur sem endast, endurvinna og endurnýta sem mest aftur og aftur og vinna með öflugum hringrásarferlum eru m.a. einkenni hringrásarhagkerfis. Hugarfar sem er jákvætt fyrir einstaklinga, samfélögin og umhverfið Fyrir okkur sem fáum nóg að borða, föt, húsaskjól og búum við heilbrigðisþjónustu og menntunarmöguleika þýðir nægjusemi ekki afturhvarf til fortíðar, að fórna einhverju eða lifa við skort. Þess í stað er það tækifæri til þess að einbeita okkur að því sem veitir raunverulega gleði, hamingju og gildi í lífinu. Við hoppum út úr kapphlaupi um gervi-lífsgæði, spyrjum okkur hvort við höfum raunverulega þörf fyrir hlutina og hættum einfaldlega að kaupa hluti sem við þurfum ekki. Mjög hjálplegt er að reyna að hunsa áreiti frá auglýsingum, hætta að horfa á það sem aðrir eiga, bera sig ekki saman við aðra heldur veita því athygli sem við höfum og vera þakklát og ánægð með það. Nægjusemi er hugarástand þar sem við finnum ekki fyrir hinum ýmsum þörfum og þurfum þá heldur ekki að neita okkur um þessar þarfir þar sem þær eru ekki til staðar. Með þessu móti sparast tími, orka og peningar sem við getum nýtt í upplifanir, samveru, slökun og að skapa gott samfélag. Við nærum líkama og sálina varanlega og frelsum okkur frá því að grípa til skyndilausna með kaupum á hlutum og stöðutáknum í kapphlaupi við aðra í gagnrýnislausri trú á loforð framleiðslu- og söluaðila. Áhrifamikið er að skoða gildin okkar sem leiðarljós í gegnum lífið, þannig getum við skilgreint fyrir hvað við stöndum og hvað skiptir okkur máli. Hvernig viljum við hugsa til baka, þreytt eftir lífsgæðakapphlaup eða uppfull að góðum minningum og samböndum og þakklát fyrir verkin okkar sem hafa haft góð áhrif út á við hvort sem er í stóru eða smáu. Ímyndum okkur samfélag þar sem nægjusemi, þakklæti, virðing og umhyggja væru ráðandi, samfélag þar sem markmiðið væri að öllum liði vel og við værum hvorki að lifa á kostnað náttúrunnar né annars fólks. Þannig framtíðarsýn gefur okkur orku, getu, von og vilja til að taka þátt í að skapa svoleiðis samfélag. Einföld og áhrifamikil leið sem við getum sameinast um Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á öllum sviðum samfélaga til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum og færa okkur á braut sjálfbærrar þróunar: kerfisbreytingar, hegðunarbreytingar og hugarfarsbreytingar. Nægjusemi sem hegðunar- og hugarfarsbreyting er ókeypis og skilar strax árangri. Bara með því að hætta þátttöku okkar í neyslubrjálæði tökum við mikilvægt skref í umbreytingu samfélaga til hins betra. Við getum sameinast um nægjusemi sem einfalda og áhrifamikla leið og fagnað að slík leið er til. Ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum er nægjusemi nauðsynleg, hún er jákvæð og á að vera eitt af leiðarljósum okkar til betri framtíðar. Verið velkomin að taka þátt í nægjusömum nóvember og fylgist með fleiri greinum, fræðsluverkefnum, góðum ráðum og viðburðum um nægjusemi allan nóvember á vefsíðu hvatningarátaksins Landverndar og Grænfánans. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar