Valdníðsla framkvæmdavaldsins! Inga Sæland skrifar 31. október 2023 09:30 Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun