Hjólin éti upp árangurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. vísir/Arnar Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“ Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“
Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira