Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira